Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Á haus

Jæja, Danmerkurævintýrið hefst á morgun. Við erum búin að pakka - að mestu og erum með allt of mikinn farangur. Við verðum sennilega að leigja okkur rútu þegar við lendum í Köben til að komast með okkar hafurtask á áfangastað!

Krakkarnir eru orðnir spenntir en líka dálítið kvíðnir. Leifur sagði í dag að hann vildi ekki vera lengur á Íslandi en Hildur fékk magapínu og vildi ekki fara í afmælisveislu sem hún var boðin í. Sem betur fer lagaðist hún í maganum og hún skemmti sér vel í veislunni.


Seigur strákur

Rosalega er hann Benedikt seigur að synda yfir Ermasund. Alvörujaxl.
mbl.is Tókst að synda yfir Ermarsund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veik á versta tíma

Ég var búin að hugsa með mér hvað það yrði óheppilegt að börnin yrðu veik í dag. Við þurftum að skila því sem við sendum út fyrir kl. fjögur í dag og ég á að vera tilbúin með stórt verkefni á morgun. Það er skemst frá því að segja að ég fór veik heim úr vinnunni um hádegi og er búin að liggja alveg bakk í allan dag. Er samt að hjarna við. En þetta gat ekki komið upp á verri tíma.

 


Leiðindi

Gvöð hvað ég er orðin hundleið á að pakka. Mér líður eins og karakter í Groundhog day. Hver dagur er eins og snýst um eitt: Að pakka. Ég væri alveg til í að hraðspóla yfir þennan tíma í lífi mínu og gera eitthvað annað.


Pakkað - en ekki hvað!

Hér haldið áfram að pakka niður - hægt og bítandi. Öllu er vandlega pakkað inn ef svo færi að við yrðum lengur en í ár. Þá er hægt að moka öllu heila galleríinu á bretti og inn í gám án þess að pakka öllu upp og niður aftur. Já, hér er hugsað fyrir öllu.


Pítsuspaða pakkað

Þá erum við búin að pakka í 25 kassa sem fara í bílskúrinn en tvo sem fara til Danmerkur. Smádraslið tefur mann einum of við að pakka svo ég mæli með að fólk sanki aðeins að sér stórum hlutum. Helst ferningslaga, óbrjótanlegum og bráðnauðsynlegum.

Rauðhærðir gera allt vitlaust.

Það er ekki að spyrja að félögum mínum í rauðhausafélaginu. Gera allt vitlaust. Vonandi verður meiri ró næstu nótt.


mbl.is Erilsöm nótt á írskum dögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

20 dagar til stefnu

Nú eru tuttugu dagar þar til við flytjum af landi brott og 13 dagar þar til ég verð 37 ára. Úff. Ég keypti mér fínerís Estée Lauder hrukkukrem til að halda mér unglegri - ekki veitir nú af. Amma notaði alltaf Estée Lauder krem og var ungleg og sæt alla ævi. Ég vonast til að Estée geri það sama fyrir mig. Svo styrkir fyrirtækið rannsóknir á brjóstakrabbameini en það styð ég heilshugar.

Annars byrjum við fyrir alvöru að pakka niður í dag. Til að auka nú á dótið sem við tökum með fórum við í dótabúð í morgun og leyfðum krökkunum að velja sér dót fyrir peninginn frá Helgu Páls frænku. Hún er orðin níræð en tók á móti okkur með þvílíkum trakteríngum fyrir vestan og leysti börnin út með peningagjöf þrátt fyrir hávær mótmæli okkar foreldra. Okkur fannst ferlegt að þiggja peninga af aldraðri frænku en hún lét allar mótbárur sem vind um eyru þjóta. Hildur valdi sér Bratzdúkku og Bratzglingur. Leifur valdi sér Spidermankall og Haukur fékk dótafjarstýringu sem við foreldrarnir völdum. Svo við fáum að hafa okkar í friði ...


Pakkað upp og niður

Þá erum við komin úr fríinu fyrir vestan. Keyrðum suður í einum rykk og skiptust á skin og skúrir. Ferðin gekk vel og nú er að pakka upp úr töskunum og svo förum við að pakka búslóðinni niður í kass. Mín bíða skemmtileg verkefni - eða ekki.


Á ferð og flugi

Erum að ferðalagi. Byrjuðum á ættarmóti í Reykjanesi, í kulda og trekki. Fórum þaðan vestur í Hnífsdal, áfram í kulda og trekki. Erum ekki heppin með veður - en það er gaman að koma vestur.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband