Á haus

Jæja, Danmerkurævintýrið hefst á morgun. Við erum búin að pakka - að mestu og erum með allt of mikinn farangur. Við verðum sennilega að leigja okkur rútu þegar við lendum í Köben til að komast með okkar hafurtask á áfangastað!

Krakkarnir eru orðnir spenntir en líka dálítið kvíðnir. Leifur sagði í dag að hann vildi ekki vera lengur á Íslandi en Hildur fékk magapínu og vildi ekki fara í afmælisveislu sem hún var boðin í. Sem betur fer lagaðist hún í maganum og hún skemmti sér vel í veislunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gangi ykkur vel á morgun. Þetta er auðvitað rosa spennó að flytja svona af landi brott. Skil krílin ykkar alveg að vera svolítið stressuð og spennt yfir þessu. Góða ferð og gangi ykkur allt í haginn.

Lína (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 23:23

2 identicon

Góða ferð Sigga mín. Leyfðu mér að heyra frá þér, svo förum við Ívan af stað með þér þegar þú skilar þér heim ;)´Hafið það hryllilega gott. Auður

audur (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 00:41

3 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

Góða ferð.  Þetta verður allt í glimrandi gengi hjá ykkur í KÖben ;)

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 23.7.2008 kl. 08:34

4 identicon

Jæja velkomin til Danmerkur krakkarofur!!!!!!!Aldeilis vedrid leikur vid ykkur alltaf gott vedur her. Eg Thelma Ros og Agnes Lilja sitjum uti i solinni og njotum tess ad slappa af medam Styrmir vinnur og vinnur. Karlar eru til tess 111eda tannig. Gangi ykkur vel ad pakka upp og koma ykkur fyrir a nyjum stad i nyju landi. Verum i bandi astarkvedja Gudny fraenka

Gudny frænka (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 12:49

5 identicon

Hæ, hugsa mikið til ykkar. Til hamingju með nýja tungusófann. Vonandi komist þið bráðum í tölvusamband. Söknum ykkar ógurlega. Kristín spurði í dag af hverju Jón hefði þurft að fara í skóla í Kaupmannahöfn. Hún saknar greinilega krakkanna.

Knús og bús, Steinvör

Steinvör (IP-tala skráð) 26.7.2008 kl. 16:05

6 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

Ja hérna hér...annaðhvort eruð þið algjörlega dottin í bjórinn þarna í hitabylgjunni í útlöndum eða að DK sé internetlaust svæði ???

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 1.8.2008 kl. 20:56

7 identicon

Vona að ykkur gangi vel að aðlagast nýju landi og húsnæði. Vanar manneskjur þegar flutningar eru annars vegar.

Ég er viss um að þetta er upphaf mjög skemmtilegs kafla í lífi ykkar allra.

Bestu kveðjur úr reykvískri rigningu, JL 

Jónína (IP-tala skráð) 3.8.2008 kl. 17:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband