20 dagar til stefnu

Nú eru tuttugu dagar þar til við flytjum af landi brott og 13 dagar þar til ég verð 37 ára. Úff. Ég keypti mér fínerís Estée Lauder hrukkukrem til að halda mér unglegri - ekki veitir nú af. Amma notaði alltaf Estée Lauder krem og var ungleg og sæt alla ævi. Ég vonast til að Estée geri það sama fyrir mig. Svo styrkir fyrirtækið rannsóknir á brjóstakrabbameini en það styð ég heilshugar.

Annars byrjum við fyrir alvöru að pakka niður í dag. Til að auka nú á dótið sem við tökum með fórum við í dótabúð í morgun og leyfðum krökkunum að velja sér dót fyrir peninginn frá Helgu Páls frænku. Hún er orðin níræð en tók á móti okkur með þvílíkum trakteríngum fyrir vestan og leysti börnin út með peningagjöf þrátt fyrir hávær mótmæli okkar foreldra. Okkur fannst ferlegt að þiggja peninga af aldraðri frænku en hún lét allar mótbárur sem vind um eyru þjóta. Hildur valdi sér Bratzdúkku og Bratzglingur. Leifur valdi sér Spidermankall og Haukur fékk dótafjarstýringu sem við foreldrarnir völdum. Svo við fáum að hafa okkar í friði ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jiiiiiiiiiiiiiiii Ertu VIRKILEGA orðin svona gömul??????? Annars finnst mér ekki svo langt síðan ég og Guðrún Kristins rérum úr Andeyjunni og í land. Mótorinn á bátnum bilaði.Pældíðí. Árarnar voru bara óvart með í alvörunni.Nýr bátur með nýjan utanborðsmótor. Bilar ekki! Vorum konin að skriðunum um kl.þrjú minnir mig. En semsagt þetta var nóttina sem þú fæddist. Eftirmynnileg alla æfi. Kv Guðný

Guðný frænka (IP-tala skráð) 4.7.2008 kl. 16:06

2 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

Já,- og þetta var fyrsta ferðin mín í Andeyna,- man þetta enn, - splittið í mótornum bilaði ( Dúni Töffari hét báturinn ).  Og man þegar ég vaknaði daginn eftir og kom fram í borðstofu og mamma sat við símann.  Og þegar símtalinu lauk sagði hún, þú ert búin að eignast litla frænku!!   Frábæra frænku ;)

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 4.7.2008 kl. 23:20

3 identicon

Hurðu góða! ætlaðiru ekki að vera komin á Skagann núna. Hvusslags er þetta eiginlega. kv Guðný

Guðný frænka (IP-tala skráð) 5.7.2008 kl. 13:22

4 Smámynd: Sigríður Inga Sigurðardóttir

Það er svo brjálað að gera við að skipuleggja pakkningu á búslóðinni að ég kemst ekki á Skagann!! Væri samt frekar til í að vera þar en hér að pakka!! Góða skemmtun og ég skal fara með Viktoríu Líf til Dublin - eða í Astrid Lindgren-garðinn þegar hún kemur að heimsækja mig til Köben.

Gaman að heyra af róðrinum úr Andey - þessi saga er náttlega klassík.

Sigríður Inga Sigurðardóttir, 5.7.2008 kl. 14:44

5 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

Hæ stelpur.  Thetta er enginn aldur og søgurnar eru allavega ekki gleymdar og fólki finnst eins og thad hafi verid í gær. Mamma segir alltaf frá minni fædingu med stjørnur í augunum, af thví thad var eins og ad kreista sápu og af thví thad var svo søguleg fæding (lík fædingu Hauks Loga litla, bara heima).

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 6.7.2008 kl. 18:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband