Bloggfærslur mánaðarins, október 2008
27.10.2008 | 16:20
Diskó, gestir og ýsa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.10.2008 | 21:00
jaríjaríjarí!
Furðulegt að samtalið skyldi leka í fjölmiðla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.10.2008 | 14:34
Dæmalausir Danir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.10.2008 | 08:11
Jæja,
það er kannski kominn tími á smáblogg. Hildur var í haustfríi í síðustu viku. Hér er haustfrí í október og vetrarfrí í febrúar. Óhætt er að segja að þetta hafi verið kærkomið frí. Sérstaklega þar sem við þurftum ekki að rjúka á fætur fyrir klukkan sjö eins og vanalega. Þetta var bráðskemmtilegt frí. Við fórum með Eir, Elísu og Bjarka, og auðvitað Leifi og Hauki, að tína epli, en við erum alveg orðin eplatínsluóð. Tókum með nesti og fengum frábært veður. Frá eplalundinum lá leiðin til Roskilde þar sem við skoðuðum kirkjuna. Það var mjög gaman, enda kirkjan afar sérstök þar sem hún er eiginlega grafhýsi konunga og biskupa og örugglega annarra karla sem gerðu garðinn frægan fyrr á öldum. Frá Roskilde fórum við til Frederikssund að heimsækja Sollu og loks heim. Daginn eftir skruppum við til Dragör, en það er fallegur bær úti á Amager. Við létum okkur nægja að fá okkur að borða á Hotel Strand, rúntuðum svo um og létum okkur dreyma um að búa þarna. Dragör er við sjávarsíðuna og þaðan sést í Eyrarsundsbrúnna. Við fórum einnig í dýragarðinn, skoðuðum dýrasafnið og fleira. Jón Áki var fjarri góðu gamni því hann er í próftörn þessa dagana.
Á morgun ætlum við að borða með Revíugarðsgenginu og á laugardaginn er diskópartí hjá bekknum hans Jóns. Það er sem sagt nóg fram undan.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.10.2008 | 09:46
Tvö Pálshús
Við gerðumst áskrifendur að Net-Mogganum svo nú getum við lesið Moggann á rafrænu. Í morgun sá ég frétt sem mér þótti vænt um að lesa, en það var um Pálshús, þjónustuhús sem búið er að opna á Kolfreyjustað. Af myndinni að dæma er þetta hið laglegasta hús, með torfþaki, og í stíl við kirkjuna. Ég hlakka til að skoða Pálshús sjálf næst þegar ég á leið austur á Fáskrúðsfjörð, sem er, eins og allir vita, fallegasti fjörður Íslands og þótt víðar væri leitað Mér fannst ég eitthvað kannast við þetta heiti, Pálshús, en það er nefnt eftir skáldinu Páli Ólafssyni sem ólst upp á Kolfreyjustað. Það var að renna upp fyrir mér að í Hnífsdal er einnig Pálshús, sem er í eigu ættingja Jóns Áka en í því húsi bjó Páll Pálson, afi hans og húsið dregur heiti sitt af honum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.10.2008 | 07:14
Leifur kvennagull
Leifur stendur sig vel í leikskólanum . Hann er búinn að vera í skóginum þessa vikuna. Þar hafa þau búið til fígúrur úr kastaníuhnetum, eldað súpu yfir opinum eldi, skoðað snigla og köngulær og margt fleira. Leifur er farinn að eignast vini og stelpunum finnst mjög gaman að hafa hann, eins og einn kennarinn orðaði það. Leifur leikur sér mest við tvær rosalega sætar stelpur sem báðar gætu verið módel hjá Benetton. Hann er greinilega smekkmaður á kvenfólk! Það er líka svo gaman hvað Leifur er alltaf ánægður með allt sem hann fær. Um daginn gaf Steinvör honum Spiderman-vettlinga, sem hann svaf með. Hann fékk nýja úlpu og buxur í vikunni (já, áður en kreppan skall á af fullum þunga) og hann hefur varla farið úr þeim.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.10.2008 | 20:11
Ýsa og súkkulaði
Það er ekkert sérstaklega gaman að vera námsmannseiginkona í Danmörku þessa dagana. Haukur byrjar í leikskóla þann 16. og þá fer ég beinustu leið í leit að vinnu. Öll tilboð verða skoðuð!! Gengið hefur rokkað upp og niður og það hefur áhrif á fjárhaginn. Núna er bara borðuð ýsa úr frystinum í boði Helgu frænku og svo fáum við okkur nammi í eftirmat í boði Steinvarar frænku. Takk fyrir matinn frænkur!
Við fórum í foreldraviðtal í skólanum hjá Hildi í dag. Hún fékk glimrandi einkunn hjá kennurunum sem sögðu að hún væri afar fljót að læra og skildi heilmikið. Hún er farin að tala smá dönsku, en sennilega verðum við hér heima síðust til að heyra orð af því. Kennararnir sögðu jafnframt ,,Alle i klassen elsker Hildur", sem var ægilega gaman að heyra. Síðan hitti ég frænku mína, sem býr hér, í fyrsta sinn í dag. Ömmur okkar voru systur og svo skemmtilega vill til að við heitum eftir þeim systrum. Við ætlum að halda mini-ættarmót hér í Kaupmannahöfn. Á næstunni verður haustfrí og stefnan er að gera eitthvað spennandi sem kostar helst ekki neitt. Allar tillögur vel þegnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.10.2008 | 11:43
Til lukku!
Mikið er ég ánægð fyrir hönd lóttóspilaranna. Gaman að heyra jákvæðar fréttir frá Fróni, ekki bara um fallandi krónu, uppsagnir og bankakaup ríkisins.
Ung fjölskylda vann 14 milljónir í lottóinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tenglar
Mínir tenglar
Fjölmiðlar
Vinnan
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar