Jæja,

það er kannski kominn tími á smáblogg. Hildur var í haustfríi í síðustu viku. Hér er haustfrí í október og vetrarfrí í febrúar. Óhætt er að segja að þetta hafi verið kærkomið frí. Sérstaklega þar sem við þurftum ekki að rjúka á fætur fyrir klukkan sjö eins og vanalega. Þetta var bráðskemmtilegt frí. Við fórum með Eir, Elísu og Bjarka, og auðvitað Leifi og Hauki, að tína epli, en við erum alveg orðin eplatínsluóð. Tókum með nesti og fengum frábært veður. Frá eplalundinum lá leiðin til Roskilde þar sem við skoðuðum kirkjuna. Það var mjög gaman, enda kirkjan afar sérstök þar sem hún er eiginlega grafhýsi konunga og biskupa og örugglega annarra karla sem gerðu garðinn frægan fyrr á öldum. Frá Roskilde fórum við til Frederikssund að heimsækja Sollu og loks heim. Daginn eftir skruppum við til Dragör, en það er fallegur bær úti á Amager. Við létum okkur nægja að fá okkur að borða á Hotel Strand, rúntuðum svo um og létum okkur dreyma um að búa þarna. Dragör er við sjávarsíðuna og þaðan sést í Eyrarsundsbrúnna. Við fórum einnig í dýragarðinn, skoðuðum dýrasafnið og fleira. Jón Áki var fjarri góðu gamni því hann er í próftörn þessa dagana.

Á morgun ætlum við að borða með Revíugarðsgenginu og á laugardaginn er diskópartí hjá bekknum hans Jóns. Það er sem sagt nóg fram undan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband