Tvö Pálshús

Við gerðumst áskrifendur að Net-Mogganum svo nú getum við lesið Moggann á rafrænu. Í morgun sá ég frétt sem mér þótti vænt um að lesa, en það var um Pálshús, þjónustuhús sem búið er að opna á Kolfreyjustað. Af myndinni að dæma er þetta hið laglegasta hús, með torfþaki, og í stíl við kirkjuna. Ég hlakka til að skoða Pálshús sjálf næst þegar ég á leið austur á Fáskrúðsfjörð, sem er, eins og allir vita, fallegasti fjörður Íslands og þótt víðar væri leitaðSmile Mér fannst ég eitthvað kannast við þetta heiti, Pálshús, en það er nefnt eftir skáldinu Páli Ólafssyni sem ólst upp á Kolfreyjustað. Það var að renna upp fyrir mér að í Hnífsdal er einnig Pálshús, sem er í eigu ættingja Jóns Áka en í því húsi bjó Páll Pálson, afi hans og húsið dregur heiti sitt af honum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er nú ferlega skemmtilegt með nöfnin á þessum húsum og hvernig þau tengjast ykkur.  Frétti hér hvað húsið á Kolfreyjustað heitir.   - Mikið svakalega söknum við ykkar. Risa, risa knús til krakkanna. Kv Steinvör

Steinvör (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband