Brúðkaupsafmæli

Hvað heitir þriggja ára brúðkaupsafmæli? Varla silfur?


Fjórir pottar

Það mætti halda að við séum að gera gæðakönnun á heitum pottum. Fór fjórum sinnum í heitan pott á fjórum dögum - á þremur mismunandi stöðum. Ég held ég fái mér heitan pott þegar/ við flytjum heim aftur. Best að byrja bara strax að safna.

 


Bloggvinur - hvar ertu?

Hvernig er þetta eiginlega með mínar heimavinnandi vinkonur í barneignarleyfi? Ætla þær ekkert að samþykkja mig sem bloggvin??

Er bara verið að skipta á bleium allan daginn eða hvað?


Sólarstuð

Veðrið leikur við okkur hér á suðvesturhorninu. Annað en fyrir norðan þar sem eiginmaðurinn er í veiði. Þar er hiti við frostmark eða í kringum þrjár gráður. Hann er í þremur flíspeysum og úlpu á meðan við spókum okkur á stuttermabol og sandölum. 

Annars er ég að velta því fyrir mér hvenær Guðný, stóra frænka, fer að blogga. Er ekki komin tíma á frúnna?


Bloggvinur nr. 1

Jæja, þá hef ég eignast bloggvin númer eitt. Það er Helga frænka. Betur þekkt sem Þórhildur skólastjóri, ég meina skólastýra.

Kátar kveðjur

Mér finnst sérlega leiðinlegt að kveðja fólk. Við fórum út eftir fjórar vikur og það eru allir farnir að kveðja okkur.

Barnskónum slitið

Við byrjum að pakka á morgun, enda ekki seinna vænna þar sem förinni er heitið á ættarmót í Reykjanesi, þaðan sem stefnan verður tekin til Ísafjarðar og Hnífsdals. Börnin verða auðvitað að sjá hvar við foreldrarnir eyddum áhyggjulausum æskuárunum - eða þannig.


Draumalandið Danmörk

Ég er ein heima með krakkaskarann og hef verið ótrúlega aktíf. Í fyrradag fórum við í heitan pott, sem og í gær og í dag. Ég er farin að verða ótrúlega flink að fara með þrjá krakka í heitan pott.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband