Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Gleðileg jól

Kæru vinir og ættingjar.

Við óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Vonum að komandi ár verði ykkur öllum gæfu- og gleðiríkt. Þökkum það liðna og sjáumst hress og kát

Jólakveðjur frá Kaupmannahöfn.

 


Já, ráðherra!

Ég held að hann Björgvin greyið sé ekkert betri en ráðherrann í þáttunum Já, ráðherra. Hann veit bókstaflega ekkert í sinn haus. Maðurinn er bankamálaráðherra og ætti að vera vel inni í öllu sem snýr að bönkunum ekki síst núna á þessum síðustu og verstu tímum. En ... hann kemur af fjöllum í hvert sinn sem minnst er á banka við hann. Bank, bank Björgvin! Vaknaðu og farðu að sinna starfi þínu - ef þú værir í almennilegri vinnu væri löngu búið að reka þig.


mbl.is Björgvin vissi ekki um KPMG fyrr en í gær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bestu fréttir vikunnar

Fyrir mig, búandi í Danmörku, sem þarf að skipta íslenskum krónum í danskar fyrir framfærslu, þá eru þetta frábærar fréttir. Það er hrikalegt að borga meira en 25 kall fyrir krónuna - líkt og undanfarið Við erum búin að segja upp leigunni á íbúðinni því krónan er búin að fara úr 13 í 25 síðan við ákváðum að flytja út. Það er bara ekki hægt að borga sem samsvarar meira en 350 þúsund íslenskar í leigu!! Fyrir 4 herbergja blokkaríbúð. Það er heldur ekkert grín að kaupa í matinn hér sé miðað við íslenska gengið. Ég keypti t.d. alíslenskt lýsi á 40 dkr. sem er sama og 1000 íkr. Ég efast um að lýsisflaskan heima sé komin upp í þúsundkallinn. Svo að bottomlænið er: þetta má vera feik og vitlaus skráning en á meðan ég get keypt íslenskar krónur á þessu gengi þá skála ég fyrir því. Í dönskum Turborg.  
mbl.is Evran kostar 160 kr.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Háir skattar

Í Danmörku eru svakalega háir skattar á bílum og allt gert til að fólk noti bíla sem minnst. Ef maður flytur bíl inn til Danmerkur þarf maður að borga meira en 60% af áætluðu söluverði hans í skatta. Þess vegna ætla danskir bílasalar ekki að flytja inn bíla frá Íslandi - ekki af því að þeir hafi ekki áhuga heldur af því að það borgar sig ekki fyrir þá.

 


mbl.is Hafa ekki áhuga á bílum frá Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góðar fréttir

Þetta eru góðar fréttir - öfugt við það sem margir hafa spáð, þ.e. að krónan myndi falla enn meira. Vonandi heldur þetta áfram að mjakast í þessa átt á næstunni.


mbl.is Krónan styrkist um 1%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband