24.11.2008 | 19:52
Skólinn
Ég fór í fyrsta dönskutímann í dag. Er í bekk með konum frá Íran, Afganistan, Venesúela, Þýskalandi og Argentínu - held ég. Mér finnst mjög áhugavert að kynnast konum frá þessum löndum, sérstaklega Íran og Afganistan. Þær voru ekki með slæður og nokkuð sleipar í dönskunni. Nú þarf ég að dusta rykið af málfræðinni og rifja upp hvað infinitiv, verbum og allt þetta þýðir.
Leifur og Haukur voru veikir í dag, báðir með hita og kvef. Það er ekki nema von því hér er orðið mjög kalt og byrjað að snjóa.
Tenglar
Mínir tenglar
Fjölmiðlar
Vinnan
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gaman að þú sért byrjuð í dönskunni. Ég elska Afganistan síðan ég átti fullt af vinum frá þessu landi, í den í Heidelberg. Fannst þeir mjög líkir okkur Íslendingum. Þeir háðu líka sjálfstæðisbaráttu eins og við, þeir frá Íran (Persíu). Þessar þjóðir eru Persar og tala persnesku. Ekkert líkt arabísku. Því miður er ekki hægt að ferðast til þessara landa, er eins og íslenska hálendið. Það var örugglega Afgani frekar en Persi sem að fann upp skákina, man að þeir voru stoltir af því. Tsétorastí þýðir "hvernig hefur þú það ?" á afgönsku sem er mállýska frá persnesku (ætli þeir samþykki það). Svo er fíll á persnesku fíl og mús er mús. Litla mús er músakkem. Mér fannst svo gaman að læra orð og orð og kunni bara fullt. Jæja, best að hætta, er að fara í flug í nostalgíu.
Sigga, það er allt of flókið að skrifa hjá þér, er ekki hægt að fá athugasemdirnar beint inn á og skrifa ekki netfangið tvisvar ? Kveðja, Tante óþolinmóð.
Steinvör (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 23:42
Sæl Sigríður
Ætlaði bara að kvitta. Var að forvitnast hvort strákurinn væri enn á leikskólanum. Eins og þú segir þá venst allt og það er alveg dag satt.
Kveðja
Hulda Hlín (sem átti stelpu á leikskólnum en er núna flutt aftur heim)
Hulda Hlín (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 13:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.