Ýsa og súkkulaði

Það er ekkert sérstaklega gaman að vera námsmannseiginkona í Danmörku þessa dagana. Haukur byrjar í leikskóla þann 16. og þá fer ég beinustu leið í leit að vinnu. Öll tilboð verða skoðuð!! Gengið hefur rokkað upp og niður og það hefur áhrif á fjárhaginn. Núna er bara borðuð ýsa úr frystinum í boði Helgu frænku og svo fáum við okkur nammi í eftirmat í boði Steinvarar frænku. Takk fyrir matinn frænkur!

Við fórum í foreldraviðtal í skólanum hjá Hildi í dag. Hún fékk glimrandi einkunn hjá kennurunum sem sögðu að hún væri afar fljót að læra og skildi heilmikið. Hún er farin að tala smá dönsku, en sennilega verðum við hér heima síðust til að heyra orð af því. Kennararnir sögðu jafnframt ,,Alle i klassen elsker Hildur", sem var ægilega gaman að heyra. Síðan hitti ég frænku mína, sem býr hér, í fyrsta sinn í dag. Ömmur okkar voru systur og svo skemmtilega vill til að við heitum eftir þeim systrum. Við ætlum að halda mini-ættarmót hér í Kaupmannahöfn. Á næstunni verður haustfrí og stefnan er að gera eitthvað spennandi sem kostar helst ekki neitt. Allar tillögur vel þegnar.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Úps elsku Sigga mín, okkur líður ekki vel hér heima en drottinn minn hvernig þetta fer með ykkur þarna úti. Ég vona bara að þetta ástand fari að komast í lag.

Steingerður Steinarsdóttir, 9.10.2008 kl. 15:31

2 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

Enda er ekki annað hægt...þ.e. að elska hana Hildi.  Knúsar og koss til hennar frá okkur hér ;)

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 9.10.2008 kl. 16:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband