Í ,,eplamó"

Hér í Danmörku kemst maður ekki í berjamó en hins vegar fórum við í ,,eplamó" um helgina. Palli bauð okkur með út í sveit, á stað sem tilheyrir landbúnaðarháskólanum. Þar voru margar tegundir af eplatrjám sem bókstaflega svignuðu undan eplunum. Við tíndum epli í nokkra poka og ætlum að baka eplakökur, búa til safa og eplamauk úr uppskerunni. Við fengum frábært veður en hér er samt aðeins farið að hausta. Eftir ,,eplamó" lá leið okkar til Roskilde, eða Hróarskeldu. Roskilde er sérlega fallegur bær og þar er margt að skoða, s.s. dómkirkjan og víkingasafnið. Það var gaman að bregða sér í hlutverk ferðamanna og skoða sig um á nýjum stað.

Í október byrjar svo Haukur í leikskóla. Hann er búinn að fá pláss í Lindehuset, sama leikskóla og Leifur er á. Ég ætla því að fara að kíkja eftir vinnu eða skella mér á dönskunámskeið - þótt ekki sé nema til að sýna mig og sjá aðra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

vonandi ekki fyrr en eftir 6.október !!!!

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 23.9.2008 kl. 18:04

2 Smámynd: Sólveig Klara Káradóttir

Gott að heyra að þið eruð að upplifa Danmörku og sérkenni hennar. Bestu kveðjur til allra úr Mosó.

Sólveig Klara Káradóttir, 29.9.2008 kl. 21:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband