9.9.2008 | 20:46
Skemmtun og skovbörnehave
Þá er enn ein vikan byrjuð. Ég var búin að skrifa heljarinnar færslu um KRAM rannsóknina sem ég tók þátt í sl. föstudag en sú færsla hvarf út í loftið og ég veit ekki á hvaða bloggsíðu hún endaði. EN ... ég lenti semsagt í úrtaki hjá Lýðheilsustofnun Danmerkur (eða eitthvað) þar sem heilsufar mitt var kannað í þaula. Blóðþrýstingurinn var mældur, sem og hæð, þyngd og beinþéttni, það var tekið blóð, ég var látin hjóla og ég veit ekki hvað og hvað. Útkoman er sú, sem ég átti von á, að ég er við hestaheilsu en með lélegt þol. Kom mér ekki á óvart eftir 3 óléttur á 6 árum sem þýðir að það er erfitt að koma sér af stað í einhverja hreyfingu, fyrir utan að það er erfitt að finna tíma þegar maður á þrjá litla krakka. Mér var boðið að taka þátt í áframhaldandi könnun og vera með skrefateljara næstu þrjá mánuðina með það að markmiði að auka hreyfingu og taka 15000 skref á dag. Eftir þessa þrjá mánuði verður svo heilsufarið og þá þolið, mælt aftur og borið saman við daginn í dag. Mér leist vel á þetta ... en nenni þessu varla. Er að hugsa málið.
En að öðru. Var í dag með Leifi í aðlögun í skóginum. Þetta var dálítið sérstakt. Ég veit ekki alveg hvernig mér lýst á þetta! Hann fer einn á morgun. Ég ætla aðeins að bíða og sjá hvort við höfum hann áfram í þessum leikskóla. Í gær var svo hanastélsboð í skólanum hjá eiginmanninum. Við fórum öllsömul og það var mjög gaman að sjá þennan hóp. Virkilega múltíkúltí. Mig langaði mest að fara í þennan skóla líka. Fer kannski þegar Jón er búinn. Á sunnudaginn tókum við stefnuna á Strikið, bara svona til að viðra mannskapinn. Hittum Hönnu (móðursystur Jóhönnu Maríu, vinkonu Hildar) sem var í tívolíferð með dætur sínar. Á laugardaginn fórum við í Haustfest í SFO, eða tómstundaheimilinu hjá Hildi. Þar var grillað, boðið upp á kokteila á barnabarnum og svo var bjór fyrir fullorðna fólkið. Þetta var virkilega skemmtilegt. Svo enduðum við daginn á að heimsækja Íslendinga sem við höfum aldrei hitt áður en áttum með þeim skemmtilega kvöldstund. Í kvöld fengum við svo dúndurheimsókn frá Tobbu vinkonu sem kom keyrandi frá Svíþjóð. Við erum strax farin að planleggja heimsókn til hennar í viku 40 (svona skipuleggja Danirnir allt). Það tekur ekki nema 3 tíma að keyra til hennar. Já, og svo keyptum við hjólavagn í dag til að geta hjólað um allt með drengina. Keyptum notað, auðvitað. Enda orðin sparsöm og umhverfisvæn ... ja eða bara svona nísk!!
Tenglar
Mínir tenglar
Fjölmiðlar
Vinnan
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ,
Það er ekkert mál að segja þér frá reynslu okkar af Lindehuset. Þú getur hringt í mig í síma 699-2912 eða sent mér póst á hhr4@hi.is.
Kær kveðja,
Hulda
Hulda Hlín (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 10:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.