Klukkuð

Ég var klukkuð! Best að vinda sér í klukkuna:

Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:

  • Afgreiðslustúlka í versluninni Rangá. Frahmlenging á búðarleiknum.
  • Fiskvinnslutæknir í Hraðfrystihúsi Fáskrúðsfjarðar. Sérlega uppbyggilegt - eða þannig.
  • Flugfreyja hjá Air Atlanta - mjög skemmtilegur tími.
  • Umönnun aldraðra í Sankt Elisabeth Alten- und pflegeheim. Eftir það hef ég verið kölluð Schwester Sigrid í góðra vina hópi.

Fjórar bíómyndir sem ég held upp á

  • Fjögur brúðkaup og jarðarför, alltaf sígild.
  • Pulp Fiction, frábær mynd með óvæntri framvindu.
  • Rocky 1, ég meina Silvester Stallone er laaaaangflottastur.
  • Brúðguminn, meiriháttar mynd sem kom mér á óvart.

Fjórir staðir sem ég hef búið á

  • Kolfreyjustaður, Fáskrúðsfirði. Fegursti staður í heimi.
  • Fjarðarstræti, Ísafirði, þar kynntist ég Línu æskuvinkonu.
  • Jafnakri, Garðabæ, draumhúsið og það sem ég sakna mest frá Íslandi ...Já, ég veit að það er skrítið en þetta er einfaldlega frábært hús.
  • Elga Olgas vej, Kaupmannahöfn.... og er þá fátt eitt talið þar sem ég hef búið á 6 stöðum sl. 18 mánuði.

Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar (ég horfi ekki mikið á sjónvarp en...)

  • Beðmál í borginni. Kemur mér alltaf í gott skap. Ég elska þessa þætti. Ef einhver er í vandræðum  með að gefa mér gjafir þá fæst serían á DVD ...
  • Aðþrengdar eiginkonur. Vildi að líf mitt sem hjemmegoende væri jafnspennandi og þeirra.
  • Ljóta Bettý, Bettý er neflilega svo sæt.
  • 24 dúndurþættir sem eru svo spennandi!!

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum

  • Kýpur
  • Ísrael
  • Írland
  • Bandaríkin

Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg

  • mbl.is
  • visir.is
  • eyjan.is
  • facebook.com

Fernt sem ég held uppá matarkynnis

  • góðir ostar, svo sem Primadonna
  • rjúpur
  • eplakakan hennar ömmu
  • góðir kjúklingaréttir

Fjórar bækur sem ég hef lesið oft

  • Anna í Grænuhlíð, allar bækurnar
  • Í barndómi, eftir Jakobínu frænku mína en þar skrifar hún um bernsku sína á Hornströndum. Afar gaman að lesa um langömmu mína og langafa og fleiri ættingja.
  • Á morgun segir sá lati, bók um tímastjórnun og frestunaráráttu sem hrjáir mig. Þessi bók er alltaf á náttborðinu mínu og ég er einhvern veginn alltaf að lesa hana í þeirri veiku von að verða skipulögð og með allt á hreinu.
  • Hús andanna, las hana oft þegar ég var yngri. Ætti kannski að tékka á henni fljótlega.

Fjórir bloggarar sem ég klukka (veit að það er hvort eð er búið að klukka þau)

  • Helga
  • Solla
  • Sigrún
  • Friðjón


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

Af einhverjum ástædum var ég aldrei køllud Schwester Solla, en ég hef unnid á fleiri elliheimilum en thú. Bædi í Svíthjód, thýskalandi og Danmørku. Ég er ekkert ad monta mig neitt. Held thad hafi heitid eitthvad annad, en man bara ekki hvad. St. Josefh eda Caritas.

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 11.9.2008 kl. 20:47

2 identicon

Góðan og blessaðan daginn. Gaman að sjá að þið Helga haldið uppá Beðmálin. Mamma elskaði þessa þætti. Ef ég hringdi í hana þegar þeir voru  á skjánum sagið hún "Má ekki vera að því að tala við þig núna , er að horfa á Sex and the city" Svo gat hún endalaust pælt í skvísunum í þessum þáttum. Mér og Jóhönnu fannst þetta æðislegt. Kv Guðný frænka

Guðný frænka (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 11:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband