17.8.2008 | 21:48
Gardínur koma í ljós
Jæja, þá eru loksins komnar gardínur fyrir svefnherbergisgluggana - þótt fyrr hafi verið! Það tekur bara svo langan tíma að taka stórar ákvarðanir, eins og t.d. hvernig gardínur maður ætli að hafa ... Það er líka búið að setja upp ljós í öllum herbergjum nema stofunni og núna skiljum við ekki hvernig við gátum verði hér í myrkri (á kvöldin auðvitað - hér er bjart á daginn) í þessar næstum fjórar vikur sem við höfum búið hér.
Erum líka búin að fjárfesta í skrifborði sem Jón er einmitt að setja saman núna. Föttuðum að það mun ekki henta svo vel að hann hafi námsbækurnar sínar á morgunverðarborðinu. Þetta verður líka stjórnstöð heimilisins þar sem farið verður yfir bókhaldið, ákveðið hver vikumatseðilinn verður o.s.frv. Las nefnilega einu sinni bók sem heitir Á morgun segir sá lati og þar var sagt frá konu sem fékk sér skrifborð til að koma skipulagi á líf sitt. Þetta skrifborð er því meira en bara einfalt skrifborð!!
Fórum í heimsókn til Sollu í gær, í fyrsta sinn síðan við fluttum út. Hún býr í Frederikssund sem er í svona 40 mín. fjarlægð frá Kaupmannahöfn. Virkilega skemmtilegur bær og gaman að heimsækja Sollu og fjölskyldu. Eigum örugglega eftir að verða fastagestir hjá henni í vetur. Krakkarnir léku við Freyju og Malthe, stjúpsonur Sollu, var einstaklega góður við Hauk. Hef sjaldan hitt krakka á hans aldri sem er jafnbarngóður. Aumingja Haukur átti svo sannarlega skilið að fá einhvern til að stjana í kringum sig því stóri bróðir hans hefur ekki verið neitt sérlega mjúkhentur við hann undanfarið - svo vægt sé til orða tekið.
Á morgun heldur svo skólinn áfram en á miðvikudaginn flýgur Jón Áki heim í VEIÐI. Já, svona eru þessir fátæku stúdentar. Fljúga á milli landa í silungaveiði! Hann kemur sennilega klyfjaður til baka, þó ekki af silungi, ef ég þekki hann rétt því hann er algjör fiskifæla, heldur af drasli sem við héldum að við þyrftum ekki á að halda en vantar núna bráðnauðsynlega.
Tenglar
Mínir tenglar
Fjölmiðlar
Vinnan
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæhæ. Hva, bara silungur? Hélt að öll fyrirmenni sem búa í "úttlandinu" færu á klakann í laxveiði. En það er kannske bara svona að vera fátækur námsmaður. Silungur er reyndar betri en lax svo kallinn á að koma með silunginn heim ef hann veiðir eitthvað!! eða þannig. kv Guðný frænka
Guðný frænka (IP-tala skráð) 18.8.2008 kl. 17:54
Gamað að allt gengur vel hjá ykkur. Jón Áki er nú örugglega ekki ánægður með að vera kallaður fiskifæla í bloggi hjá eiginkonunni ! Þú teflir á tæpasta vað frænka góð Fiskikveðjur til Jóns, Steinvör
Steinvör (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 13:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.