Leifur í Lindehuset

Það ríkir mikil gleði á heimilinu því Leifur Már byrjar á leikskóla í næstu viku!! Okkur var sagt að eina plássið sem væri laust í Frederiksberg væri í Lindehuset svo við fórum þangað að skoða í dag og leist rosalega vel á. Við vorum búin að skoða annan sem við sóttum um pláss á en okkur leist enn betur á þennan. Leifur tekur við plássi af íslenskri stúlku sem er að flytja heim aftur, eftir því sem leikskólakennarinn sagði okkur! Skemmtileg tilviljun. Lindahuset er hér bak við svo við sjáum það út um svefnherbergisgluggann okkar. Þetta er svokallaður skovbarnehave sem þýðir að börnin eru tvær vikur í skóginum og tvær í bænum. Skólinn er með hús úti í sveit og þangað er börnunum ekið á morgnana og heim aftur seinnipartinn. Þau læra allt um náttúrna og upplifa hvernig það er að búa í sveit en þegar þau eru í bænum er farið í ferðir hér um nágrennið, farið í dýragarðinn og almenningsgarða. Okkur finnst þetta meiriháttar sniðugt! Leifur hefur verið með mikla heimþrá og spurt mikið um Ísland. Hann segist ekki vilja eiga heima hér lengur en eitt ár - en það er e.t.v. vegna þess að hann þekkir ekkert annað en flutninga blessað barnið. Haukur á að fara á sama leikskóla en það er ekki pláss fyrir hann og 33 á biðlista á undan honum á þennan leikskóla. Það skiptir ekki eins miklu máli því hann er bara kátur hvar sem hann er.

Í dag urðum við svo stoltir eigendur AEG-ryksugu. Ryksugan okkar í Jafnakrinum er sem sagt búin að eignast systur ... Ég hefði aldrei trúað því en ég fór í röð á útsölu til að næla mér í ódýra ryksugu. Reyndar fannst mér þetta bráðfyndið. Þarna var fullt af fólki að kaupa sér klósett, klósettsetur og eldivið á útsölu - og auðvitað ryksugur. Fyrir utan búðina var boðið upp á pylsur og öl! Já, þetta mættu íslenskir kaupmenn taka sér til fyrirmyndar. Þá myndi ég sko ekki láta mig vanta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

Til hamingju med leikskólaplássid Sigga mín. Frábært med Skovbørnehave. Hann á ørugglega eftir ad vera ánægdur med thad, hann Leifur.  Thad er ørugglega útilokad ad Haukur komi í svona fyrr en hann er 3ja ára, enda er skovbørnehave en ekki skovvuggestue. En ég held reyndar ad Freyja hafi byrjad sinn vøggustofu-leikskólaferil í thessu húsi (ekki skóvbh).

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 19.8.2008 kl. 20:30

2 identicon

Kæru þið.

Sko farin að hugsa aðeins upp á dönsku. Spara svolítið.

Mikið er ég glöð fyrir ykkar allra hönd með leikskólapláss elsku Leifs.

Kossar frá mömmu og ömmu.

Ingibjörg Þ.Þ. (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 19:40

3 identicon

Góða kvöldið Danmörk. Gaman að heyra með Leif og leikskólann. Kannske veiðir hann krónhjört í matinn!! Þá þarf ekki að hafa áhyggjur af rjúpnaveiðum. Það er nefnilega orðið of mikið af hjörtunum í Danmörku. En mikið öfunda ég ykkur þarna úti. Þetta er alveg yndislegt og fjölskylduvænt samfélag. Engar Kringlur og Smáralindir opnar alla vikuna og allt það bull sem er hér á klakanum.Bíddu bara eftir jólatívolíinu, það er algjört æði. Var þar fyrir 4árum og JR varð 5ára aftur, yndi. Bestu kveðjur Guðný frænka.

Guðný feænka (IP-tala skráð) 21.8.2008 kl. 19:23

4 Smámynd: Sigríður Inga Sigurðardóttir

Ég væri til í að eiga skúringaróbót!  Hvar fær maður soleiðis Sigrún!

Góða kvöldið Lómasalir! Ég bíð spennt eftir að Leifur komi með eitthvað í matinn, þótt ekki væri nema kálhaus! Við eigum eftir að kanna tívolíið en það verður farið á bókasafnið og í dýragarðinn um helgina.

 Mamma, ég held áfram að spara. Hafði bara grjónó í kvöldmatinn. Bara eldað úr því litla sem til er í skápnum :)

Sigríður Inga Sigurðardóttir, 21.8.2008 kl. 20:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband