Dejligt i Danmark

Þá er maður loksins kominn í samband við umheiminn á ný. Það tekur sem sagt nokkurn tíma að fá nettenginu hérlendis ... Við erum enn að koma okkur fyrir. Íbúðin er mjög fín en útsýnið er ekki upp á marga fiska. Hér horfum við á risastóran grunn og vinnuvélar, gáma og fleira í þeim dúr. Það vill svo vel til að við erum vön þessu frá Jafnakrinum. Við erum búin að fjárfesta í húsgögnum og bölvum genginu í hvert sinn sem við veifum vísakortinu. Við förum sennilega á hausinn við þetta ævintýri en það eru hvort sem er allir á leiðinni á hausinn á Íslandi þannig að við erum bara eins og allir hinir og lifum eftir íslenska mottóinu: Þetta reddast! Þess vegna ætlum við einmitt í Ikea á morgun að kaupa meira. Er farin að gera verðkönnun á þvottasnúrum og bera saman tilboð, þannig að ég fell greinilega vel inn í danskt samfélag ... sit yfir Fötex- og Bilkabæklingum og skoða líka hvað fæst í Jysk. Þetta er voða gaman allt saman.

Hildur byrjar í skóla í næstu viku en við erum ekki búin að velja leikskóla fyrir strákana. Ætlum að gera könnun á þeim á morgun. Annars hafa allir það nokkuð gott. Leifur er sá eini sem er með heimþrá og hann skilur ekki alveg afhverju Kristín Jóna frænka kemst ekki í afmælið hans. Við bökum bara köku þegar hún kemur í heimsókn og höldum mini-fest.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl, æðislegt að þú ert farin að blogga þarna úti.  Var að lesa fyrir Kristínu (sem liggur hér í gestarúminu og getur ekki sofnað) og þegar ég las að Leifur Már ætti bráðum afmæli kom skeifa og hún sagði að hann yrði þá 4 ára á undan henni. Ég hló svo mikið og þá fór hún að gráta. Hún er farin að fatta að þau eru virkilega langt í burtu.  Það verður rosalega gaman að heimsækja ykkur, vonandi komumst við sem fyrst.   XXX til ykkar allra, sérstaklega krakkanna. Steinvör frænka.

Steinvör (IP-tala skráð) 5.8.2008 kl. 22:48

2 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

gaman að heyra að þið eruð ekki alveg dottin í ölið  ;)  Við getum náttúrulega verslað fyrir ykkur hér heima ýmsar nauðþurftar og sent ykkur út !!  allt orðið ódýrara hér,- svo getur þú náttúrulega skroppið í verslunarferð til Íslands....svona amk 1x í mánuði.

Í hvaða skóla fer svo Hildur pæja ?

Lúkas er alveg æstur í að fá skæp því hann VERÐUR að geta talað við Leif á afmælinu hans,- var víst búinn að lofa stærstu frænku því !!

Og segðu Jóni Áka að staðan hans Róberts hafi nú losnað,- verst að Jón var floginn af landi brott ;)

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 6.8.2008 kl. 00:20

3 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Frábært að heyra í þér Sigga mín. Gangi ykkur allt í haginn þarna úti.

Steingerður Steinarsdóttir, 6.8.2008 kl. 10:28

4 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

Hæ Sigga mín, gott ad thú ert komin mede tengingu. Vid heyrumst. Kær kvedja, Solla

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 6.8.2008 kl. 12:59

5 identicon

Sæl og blessuð hálfbaunirnar ykkar. Gott að sjá að þið eruð loksins "tengd". Var að fylgjast með því meðan ég var í Aarhus. Lenti þar í algjörri hitabylgju og yndislegheitum. Mar bara blóðöfundar ykkur frændsystkinin að búa þarna hjá Möggu kellingunni.  Já Sigga mín það er samt rosalega gaman að koma í BILKA skoðaðu grænmetisdeildina þar, alveg snilld hvernig rakanum er úðað yfir þar. En gangi ykkur allt í haginn heyrumst síðar Kv. Guðný frænka. PS Kysstu kallinn og ungana frá mér. G

Guðný frænka (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 17:46

6 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

Hæ Sigga, var ad skoda á korti hvar leikskólinn er, thetta er bara rétt hjá. Frábært. Dansskólinn heitir:

Alletiders Dans

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 6.8.2008 kl. 23:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband