Bestu fréttir vikunnar

Fyrir mig, búandi í Danmörku, sem þarf að skipta íslenskum krónum í danskar fyrir framfærslu, þá eru þetta frábærar fréttir. Það er hrikalegt að borga meira en 25 kall fyrir krónuna - líkt og undanfarið Við erum búin að segja upp leigunni á íbúðinni því krónan er búin að fara úr 13 í 25 síðan við ákváðum að flytja út. Það er bara ekki hægt að borga sem samsvarar meira en 350 þúsund íslenskar í leigu!! Fyrir 4 herbergja blokkaríbúð. Það er heldur ekkert grín að kaupa í matinn hér sé miðað við íslenska gengið. Ég keypti t.d. alíslenskt lýsi á 40 dkr. sem er sama og 1000 íkr. Ég efast um að lýsisflaskan heima sé komin upp í þúsundkallinn. Svo að bottomlænið er: þetta má vera feik og vitlaus skráning en á meðan ég get keypt íslenskar krónur á þessu gengi þá skála ég fyrir því. Í dönskum Turborg.  
mbl.is Evran kostar 160 kr.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

Den danske nationalbank segir nú ad danska krónan kosti ca. 38 íkr. Hann fylgir evrópubankanum náid. Efast fastlega um ad danskir bankar versli med íslenskar krónur.

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 13.12.2008 kl. 22:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband