Nu skal jeg lære dansk

Loksins fæ ég eitthvað annað hlutverk en að sjá um börn og bú hér í Danmörku. Ég byrja í dönsku á mánudaginn og mér sýnist á öllu að það verði nóg að gera. Ég á að mæta í skólann þrisvar í viku en það er ætlast til að maður komi í sprogcenter að æfa sig í framburði og læri heima í tvo tíma á dag. Ég fór í viðtal í dag þar sem ákveðið var í hvaða bekk ég fer. Ég fer í Modul 5 í 3b en skalinn er upp í Modul 6 svo ég náði fínu skori. Ég er strax farin að hlakka til að byrja í skólanum. Mér finnst danska miklu auðveldari en t.d. þýskan en það er dáldið erfitt að skilja Dani. Ég vona að ég verði orðin alveg flydende í vor ...

Annars er það að frétta að Hildur er með flensu og Haukur var veikur í síðustu viku. Hann fékk handa-fóta og munnveiki og hún er með hita og magaverk. Við hjónakornin höfum verið hálfslöpp líka en ekki fengið almennilega flensu. Svo á að byrja að snjóa hér í Danmörku um helgina. Krakkarnir bíða spenntir eftir snjónum ... en það er orðið hryllilega kalt hérna. Sjö gráðu hiti hér er eins og sjö stiga frost á Íslandi.

Um síðustu helgi fórum við svo í nafnaveislu hjá Veróníku Liv, hittum skemmtilegt fólk og borðuðum góðan mat. Afi hennar og amma voru svo elskuleg að taka jólapakkana með til Íslands. Ég hef aldrei verið eins snemma í jólagjafainnkaupum. Ætli þetta séu ekki dönsk áhrif, Danir eru með svakalegt skipulag á öllu ... svo batnandi fólki er best að lifa.

Loks langar mig að benda á bloggið hennar Eirar, nágranna og vinkonu, en hún hefur skrifað um kreppuna og áhrif hennar á líf okkar. Þar kemur m.a. fram að við erum farnar að spara alveg ROSALEGA:  www.nillingur.bloggar.is

Svo væri gaman að þið kvittuðuð fyrir innlitið!!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

Ég er líka ordin lasin, er med alveg ferlega hálsbólgu, eins og í auglýsingunni thar sem madurinn er ad borda spaghetti og finnst hann vera ad borda gaddavír. Thannig lýdur mér, og er bara sløpp.

Gódan bata til ykkar. Heyrumst í nýja símanum.

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 20.11.2008 kl. 21:28

2 identicon

Sigríður mín - þetta er hún mamma þín. Við vorum í skírn og veislu í dag. Ég lagði bollastell með okkur - annað er úr búi pabba og mömmu - hitt voru borgarbollarnir. Litla stúlkan sem var borin til skírnar stóð sig eins og hetja. Var svo flott og fín í ættarkjólnum..Þetta var mjög góður dagur.

Og vertu duglega að læra dönsku...

****** úr Þolló

ingibjörg Þ. Þorleifsdóttir (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 21:26

3 identicon

Hlakka til að heyra ykkur öll tala reiprennandi dönsku. Ekki gleyma þýskunni. Bis bald, St.

Steinvör (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 00:34

4 identicon

Sigga mín - þetta er hún mamma þín sem kíkir reglulega á bloggið þitt. Skrifaði helling inn í gærkvöldi en þau gullkorn svifu eitthvert út í geiminn..

Kysstu börnin - og klóraðu Jóni bak við eyrað.

Kveðja úr Þolló..

Mamma

Ingibjörg Þ. Þorleifsdóttir (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 19:19

5 identicon

Veiddi það aftur.

;-)

Ingibjörg Þ. Þorleifsdóttir (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 19:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband