27.10.2008 | 16:20
Diskó, gestir og ýsa
Við hjónakornin héldum upp á próflok eiginmannsins með því að bregða okkur í diskópartí hjá bekknum hans á laugardagskvöldið. Það var mikið fjör og gaman að hitta allt þetta fólk. Krakkarnir voru í góðu yfirlæti hjá Palla og Júlíönu. Í gær fengum við góða gesti. Sigrún og Páll voru í Kaupmannahöfn og komu til okkar í kaffi. Solla og Veróníka komu líka að heilsa upp á þau. Þetta voru fagnaðarfundir, end gaman að sjá þau hjónin. Í dag var Leifur heima því hann var með hitavellu og kvef. Haukur fór hins vegar á leikskólann og Eir var að vinna. Haukur er voða hrifinn af Eir og kallar á hana í gríð og erg: Eij, Eij! Hún passaði hann fyrir okkur á föstudaginn þegar ég fór í bæinn og stóð í röð í nærri 2 tíma til að fara á lagersölu. Já, maður lætur sig hafa ýmislegt í kreppunni en það besta er að ég keypti ekki neitt. Þrátt fyrir kulda og rigningarúða var sérdeilis gaman í röðunni því ég var með svo góðan félagsskap, þær Ingu Dóru og Beggu. Ég vann með Ingu Dóru á Árbæjarsafni og Beggu hjá Atlanta. Þær unnu hins vegar saman á Samúrai, japönskum veitingastað sem var langt á undan sinni samtíð í Reykjavík. Svo er ýsa í kvöldmatinn, en ýsulagerinn fer óðum minnkandi þannig að ef einhver á leið til Kaupmannahafnar og er með hálftómar töskur, þá má hinn sami hafa samband og kippa með sér nokkrum ýsum.
Tenglar
Mínir tenglar
Fjölmiðlar
Vinnan
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nú fara allir með fullar töskur til Köben góða mín,- hálftómar heim ;) Þú verður bara að skella þér til Íslands í jólagjafainnkaupin og taka ýsuna í leiðinni....
gekk Jóni ekki vel í prófunum ??
Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 27.10.2008 kl. 22:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.