29.9.2008 | 19:17
Sviðin jörð
Ég var að hugsa um að blogga um efnahagskrísuna, bankakrísu og hátt gengi sem er að sliga okkur hér í Revíugarðinum en ég ákvað að slá frekar á létta tóna. Þótt við séum flutt af landi brott og munum ekki taka slátur þetta árið þá sá Jón um að fylla upp í þjóðlega kvótann með því að svíða svið í gær. Já, við erum ekkert skárri en þessir útlendingar sem halda í sína siði fram í rauðan dauðann. Svo höfðum við ýsu úr frystinum í kvöldmat og brátt förum við að borða lambalærið sem Jón kom með að heiman síðast. Svo erum við svo heppin að Helga og Kolfreyja koma á morgun og þær eru þegar búnar að pakka niður seríosinu og orafiskibollunum. Við verðum því ekki í vandræðum með að halda í þjóðlegheitin á næstunni.
Um helgina fór ég út með nýjustu bestu vinkonum mínum sem búa hér í Revíugarðinum. Við ætluðum að fá okkur sússí og sjá Mama mia! en það endaði með að við fengum okkur spænskan mat og fórum síðan á Bláa hundinn sem er skemmtileg krá hér í nágrenninu. Síðan fór ég í pilates og er auðvitað enn með harðsperrur. Pilates er ekki beinlínis nein þrekleikfimi svo þolið mun sennilega ekki aukast hratt í þeirri iðju, en þetta er ægilega hollt og gott. Loks enduðum við með að heimsækja Palla og Júlíönu, þar sem þeir bræður fóru að svíða svið, en við hin fórum í Frederiksberg Have sem er yndislegur garður hér rétt hjá. Við fengum síðan kjötsúpu í matinn þannig að við gerumst varla þjóðlegri en þetta.
Tenglar
Mínir tenglar
Fjölmiðlar
Vinnan
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Akkuru sveiðst þú ekki líka svið??????? Sveitastelpur að austan gera solis!! Finnst þér ekki annars gott að vera blankur námsmaður í útlandinu? Hugsaðu þér ef þú hefðir átt fullt af hlutabréfum í Glitni á föstudaginn, þá ættiru miklu minna í dag. Gamla ráðið, að geyma aurara undir koddanum,. virðist bara vera best núna. Og njótið vel "nælonbollana" úr dósinni. Það er Jóhanns spesíal réttur. Hann heldur því fram að enginn sé flinkari en hann með nælonbollurnar eða "FISKIBOLLUR ALA ORA" Bestu kveðjur Guðný. (ps. þú mátt hafa samband við Jóhann ef þú lendir í vandræðum með dósaopnarann)!!!!!!!!!
Guðný frænka (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 20:52
Hva, stóð Jón ekki út á altani heima í Jafnakri og sveið rolluhausa með nágrönnunum ???? með bárujárnsplötu undir og alles.
Cerios, Kókópuffs,Orafiskibollur og ???? komið í tösku. ?? hvort þið lánið okkur föt úti.........
Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 29.9.2008 kl. 22:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.