24.9.2008 | 10:49
Allir að taka slátur
Ég held að hin hagsýna húsmóðir (og þá er ég auðvitað líka að tala um karla) ætti að draga fram uppskriftabókina og taka slátur. Það er þjóðlegur og góður siður sem kostar lítið. Við höfum tekið slátur á hverju hausti í nokkur ár, ekki samt af hagsýnisástæðum heldur vegna þess að það er þrælgaman og markar upphafið á vetrinum. Það er greinilegt að efnahagsástandið er farið að koma við buddu landsmanna.
Óunnar kjötvörur vinsælar í dýrtíð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
Mínir tenglar
Fjölmiðlar
Vinnan
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sælinú. Það er ekki bara gott fyrir budduna að taka slátur.Þaðer líka svo hollt og gott. Man þegar ég bjó í Grimsby. þá tókum við slátur að íslenskum sið, fengum allt hráefni sent að heiman. Seinna árið var ég með næstum heilan bekk af enskum börnum sem fylgdust með af mikilli ákefð og þurftu svo að fá smakk. Sláturpartý í garðinum. Getur nokkuð orðið íslenskara? Næsta dag komu mörg þeirra til að fá smakk handa foreldrum sínum. Fólki þarna þótti þetta afargóður matur. Þetta er eð. sem kannske væri hægt að nota í markaðssetningu um Ísland. Spurning ha??? Kv. Guðný.
Guðný Þorleifsdóttir (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 11:39
Bara nýtt lúkk í hvert sinn sem maður kíkir við! Mæli með slátri.
Sigga Vala (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 14:29
Ok,- á ég semsagt að mæta með blóð og mör til þín ??? og smá lifur ??
En eru annars ekki sláturhús í Danaveldi ?
Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 24.9.2008 kl. 17:53
Þetta byrjaði allt mjög sakleysislega í Þolló - við, mamma og tengdamamma þín, svo vatt þetta upp á sig og heilu ættbálkarnir slógu sig saman. Heldurðu að Íris taki mig í fóstur í ár?
Mamma - amma - tengdó
Imba mamma, amma, tengdamamma (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 19:16
Já við sleppu ekki úr sláturtíð þótt sumir ákveði að flýja land. Nú er bara verið að finna tíma, einhvern góðan laugardag sem hentar í þetta. Imba ég geri ráð fyrir þér, sláturmeistaranum.
kveðja, Íris
Íris Anna (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 08:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.