31.8.2008 | 20:54
Skólagangan byrjar - á ný
Á morgun verður eiginmaðurinn námsmaður á ný! Hildur spurði hann við matarborðið hvort hann færi í grunnskóla eða háskóla ... Leifur heldur áfram í aðlögun á leikskólanum sínum, sem gengur vel, og Hildur fer í skólann en það hefur komið dálítið bakslag í það. Hún harðneitaði að fara í skólann á föstudaginn og endaði með að koma hálftíma of seint eftir mikið havarí. Pabbi hennar sat með henni í tíma í smástund á meðan hún var að jafna sig en ég vona að morgundagurinn verði betri.
Helgin var nokkuð annasöm. Solla og Veróníka komu í heimsókn á föstudaginn. Á laugardaginn fórum við á Amagerstrand, sem er æði, þaðan á Nýhöfn að hitta Guðrúnu Hrund og loks í Lindevanghave þar sem við grilluðum með nýju bestu vinum okkar, þ.e. Íslendingunum sem búa hér í Revyhaven. Í dag fórum við til Palla og Júlíönu og svo verður nóg að gera í næstu viku.
Jón Áki, fyrrum fiskifæla, veiddi eins og hann hefði aldrei gert neitt annað í veiðiferðinni. Hann hirti 8 silunga og sleppti allavega öðru eins. Þessir átta fara í reyk og verða síðan borðaðir með bestu lyst hér í Köben.
Tenglar
Mínir tenglar
Fjölmiðlar
Vinnan
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
En Hildur æðisleg, pabbi í grunnskóla
Steinvör (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 11:30
Thetta er rosalega sætt, en ekkert skrítid. Hugsa sér hvad madur lærir margt um heiminn á thessum árum. Thegar ég var nokkrum árum eldri en Hildur, vissi é ekki hvort háskóli eda menntaskóli kæmi fyrst. En ég er heldur ekki eins klár og hún.
Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 1.9.2008 kl. 21:33
Hæ. Í hvorn skólann fer hann? kv Guðný frænka.
Guðný frænka (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 17:29
Er það furða þó barnið spyrji. Amman er enn í grunnskóla og hún hefur oft farið þangað með henni.
Og afi hennar er enn að baksa í grunnskóla.
Auðvitað liggur það beint við að pabbinn fari þangað líka.
Kveðja,
Amma Imba sem er enn í barnaskóla.
Imba amma (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 20:24
Halló halló. Ég byrjaði aftur í grunnskóla fyrir ári. Kv Guðný frænka
Guðný frænka (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 18:31
hmmm, á ekkert að blogga meira ?????
kveðja, St
steinvör (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 09:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.