Skóladagurinn

Hildur byrjaði í skólanum í gær. Við hjónin fórum með henni og pabbi hennar var svo eftir með henni í skólastofunni. Henni leist vel á þetta allt saman og er spennt að læra dönskuna. Kennarinn heitir Dorthe og er sérmenntaður í að kenna nýbúum. Okkur leist mjög vel á hana. Skólinn var settur á útisvæðinu þar sem allir sungu lag og einn kennarinn spilaði undir á gítar. Ægilega heimilislegt! Ég ætlaði svo að ganga að Frederiksberg Center sem er Kringlan í Frederiksberg, en villtist um allan bæ! Fór auðvitað í vitlausa átt og var allt í einu komin niður að sjó. Var svo búin að vera á klukkutímagangi þegar ég rambaði á réttan stað. Samt var ég með götukort. Ég skil ekki hvernig ég fer að þessu. En þetta var ágætislabbitúr og góð líkamsrækt! Eftir skóla fórum við á Strikið með ömmu Ingu og fengum okkur svo að borða á Jensens Böfhus á Grábræðratorgi. Inga fer heim til Íslands í dag.

Ég fór síðan ein með Hildi í skólann í morgun. Við gengum út á Flintholmstation og auðvitað tók ég metróinn í vitlausa átt! Er alveg rugluð hérna - en læri vonandi af reynslunni. Sem betur fer vorum við tímanlega þannig að daman var komin 10 mín. of snemma í skólann, þrátt fyrir að mamman villtist. Við þurfum að fara afar snemma á fætur til að vera komnar á réttum tíma, eða um kl. 6.30. Þar sem við erum bæði svefnpurkur og alltaf of sein þurfum við svo sannarlega að temja okkur betri siði hér í Danaveldi. Eins gott að við erum strax byrjuð. Við höfum ekki enn fengið svar varðandi leikskóla fyrir strákana en vonum að það verði fljótlega. Leifur er farinn að biðja um að fara á leikskóla til að læra dönskuna og leika við aðra krakka. Vonandi fáum við fréttir af þessu fljótlega.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið verður gaman að heyra Hildi tala dönsku. Við Kristín Jóna ættum að fara að æfa okkur fyrir heimsókina

Steinvör (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 10:27

2 identicon

Hæ elsku vinir

takk fyrir "heimsóknina" til okkar. Gott að allt gengur vel, hlökkum til að fylgjast með ykkur. Sérstök kveðja frá Helenu Bryndísi til Hildar...gangi þér vel í skólanum elsku vinkona

Kveðja

Rakel, Haukur, Helena Bryndís og Hildur Telma

Rakel og Helena Bryndís (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 12:56

3 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

Þetta er náttúrulega alveg frábært,- þú hefur "rötunargenin" mín og Steinvarar greinilega. Enda frænkusystir ;)   Og hipp hipp húrra fyrir DK ef það tekst að venja ykkur hjónakornin á stundvísi.  Þá er ársvist í DK alveg þess virði ;)

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 13.8.2008 kl. 00:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband