Takk!

Takk fyrir allar góðu kveðjurnar í kommentunum. Það er sérlega gaman að lesa þær og ég vona að þið haldið áfram að kommentera og senda okkur skilaboð. Í dag ætlum við að taka upp úr nokkrum kössum. Er hætt að kíkja fyrst á listann hvað er í hverjum kassa, næ bara í þann næsta og tæmi hann. Það er miklu meiri jólapakkastemmning!! Svo þurfum við sennilega að fara í Ikea eina ferðina enn ... við þurfum varla að nota Garminn lengur því við erum farin að rata þangað! Reyndar fórum við í Fields í gær, sem er risakringla. Á heimleiðinni beygði Jón á röngum stað og við sótbölvuðum þeirri vitleysu - þar til við vorum komin á Íslandsbryggju og keyrðum fram hjá Sturlugötu, Reykjavíkurstræti, Egilsgötu og fleiri kunnuglegum götunöfnum. Þetta er virkilega skemmtilegt hverfi sem við ætlum að skoða betur við tækifæri. Svo fórum við fram hjá tívolíinu og miðbænum þannig að vitleysan endað sem skemmtiferð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hae Sigga mín og allt titt fólk.  Mikid er gott ad sjá frá ykkur.  Af okkur er allt mjog gott nema systir tín faer blódnasir tegar hitinn fer yfir 36 grádur.   Vonandi eru kassarnir komnir svo og peysurnar (og kartofflugaffallinn sem Hildi finnst snilld).  Kossar til allra sérstaklega til Leifs med 10. ágúst frá tessum sem á 11. ágúst.

Mamma - tengdó - amma.

Mamma tín (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 15:16

2 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

Vona ad thad eigi margt skemmtilegt eftir ad drífa á Danmerkurdaga ykkar, thó thad sé ekki alltaf "fryd og gammen" til ad byrja med.

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 8.8.2008 kl. 13:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband