Ikke i Ikea

Aldrei þessu vant fórum við ekki í Ikea heldur í Skolen ved Bülowsvej sem er nýi skólinn hennar Hildar. Þar tók reffilegur kall á móti okkur og sýndi okkur skólann. Hildur fer ekki í móttökubekk heldur í 1.B. og fær mikinn stuðning til að læra málið. Í bekknum er íslensk stelpa sem hefur verið hér um tíma, en við þekkjum hana ekki. Á tómstundaheimilinu er auk þess íslenskur strákur en ég þekki einmitt mömmu hans. Okkur leist vel á skólann og reyndar leikskóla strákanna líka. Við bjuggumst við hálfgerðum hjöllum, enda búið að vara okkur við en þetta leit allt saman bara vel út. Við sjáum fram á að lífið falli í nokkuð fastar skorður í næstu viku, enda kominn tími til. Svo ætlum við að enda þetta ,,frí" með því að fara í Knuthenborg. Það er opinn dýragarður, eða eitthvað, þar sem dýrin ganga um frjáls og þá er ég auðvitað að meina ljón og tígrisdýr. Hins vegar fær mannfólkið ekki að fara úr bílunum ... nema það ætli sér að breytast í kvöldmat fyrir ljónin.

Að öðru. Jón er helv. sleipur í dönskunni en það vellur upp úr mér þýskan þegar ég opna munninn. Ég hef komist að því að ég er miklu betri í þýsku en ég hélt! Ég byrja stundum setningar á dönsku en enda þær á þýsku. T.d. spurði ég ungan afgreiðslumann hvort han hatte sandaler for so einen Junge. Danskan er í raun miklu einfaldari en þýskan þannig að ég er algjörlega að flækja málin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hehe sniðugt hjá þér að halda þýskunni við.  Gott að ykkur lýst vel á skólana. Krakkarnir eiga eftir að brillera.   Sakna ykkar hrikalega, ferlegt að geta ekki hringt í þig eins og vanalega. Var hringt í mig í dag í vinnuna því Þórhildur var með svo háan hita og issss að geta ekki hringt í þig á leiðinni heim til að segja þér það !  Þarf þokkalega að venjast þessu.  Stórt faðm frá okkur í Kríuási.  ((((()))))  St.

Steinvör (IP-tala skráð) 9.8.2008 kl. 01:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband