Strikið tekið á Strikið

Ég er alein heima í þriðja sinn á þremur mánuðum! Ótrúlegt að geta gert bara hvað sem er í dag. Er að hugsa um að taka strikið niður á Strik. Fá smá útlandafíling.  

Annars erum við að fara í boð í ráðhús Frederiksberg í kvöld. Þar er boð fyrir nýja Frederiksbergara og við látum okkur ekki vanta. Við getum kannski æft okkur í dönskunni ...

Svo get ég ekki annað en hneykslast á þessu svindli og svínaríi á Íslandi. Ég er nú bara fegin að vera hér í Danmmörku. Mér skilst að a.m.k ein ráðherra eða þingmaður verði að segja af sér á ári hérlendis. Fyrir minnstu afglöp. Heima á Íslandi geta ráðamenn valsað um og gert það sem þeim sýnist án þess að þurfa að taka ábyrgð á því. Ótrúlegt. Þess vegna vil ég að Ísland gangi í ESB, okkur sjálfum er vart treystandi fyrir stjórn landsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Blessuð og sæl litla frænka í Dk. Já mikið djö.... öfundar maður ykkur að búa þarna. Ég er að velta fyrir mér að flytja til Dk. er að athuga hvern vantar aupair.. Ykkur?? Styrmi og Thelmu Rós?? En kannske verður þrautalendingin Pólland. Jóhanna dóttir mín segir að eftir ár til tvö verði íslendingar aðallega í heimaræstingum hjá pólverjum í Póllandi!!! Hver veit.     En þetta sem þú segir með pólitíkusana hér í Bananalandi og Danmörk er MJÖG athyglisvert.   En gamla góða stakan er alltaf jafn sönn og þegar hún var ort.

      Ef steluru litlu og standiru lágt

      í steininn þú settur verður.

      En steluru miklu og standiru hátt

      í stjórnarráðið þá ferðu.

Mikið svakalega hafði þessi rétt fyrir sér.  Heyrumst kátar og hressar. kv Guðný frænka

Guðný frænka (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 19:44

2 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Hafðu það gott þarna í huggulegheitunum í Danmörku og vonandi lendir þú ekki í neinum millifærsluvanda.

Steingerður Steinarsdóttir, 6.11.2008 kl. 16:53

3 identicon

Þess vegna vill sjálfræðisflokkurinn ekki í ESB. Þá gætu þeir ekki sukkað og svínað og sent okkur hinum reikninginn. Þá hefði kannski verið farið eftir REGLUM!!!

kókó (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 21:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband