Háir skattar

Í Danmörku eru svakalega háir skattar á bílum og allt gert til að fólk noti bíla sem minnst. Ef maður flytur bíl inn til Danmerkur þarf maður að borga meira en 60% af áætluðu söluverði hans í skatta. Þess vegna ætla danskir bílasalar ekki að flytja inn bíla frá Íslandi - ekki af því að þeir hafi ekki áhuga heldur af því að það borgar sig ekki fyrir þá.

 


mbl.is Hafa ekki áhuga á bílum frá Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nákvæmlega.

bestu kveðjur.

r

Rúnar (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 09:39

2 identicon

Já það er satt, það eru ótrúlega háir skattar hér í DK hvað bíla varðar. En reyndar er oftast talað um 180% álagningu á bíla hérna í landi.

Var einmitt að skoða þetta dæmi sjálf núna fyrir nokkrum dögum síðan. Ég gat nefnilega fengið fínan þýskan eldri bíl heima á tilboði fyrir ca. 18.000 DKR, en með flutning, tollum, sköttum og annari álagningu þá var endareikingurinn upp á rúmar 83.000 DKR, en samsvarandi bíll hér í DK kostar einmitt frekar svipað og því ekki mikill sparnaður að fara að standa í þessu ,,veseni" að flytja bíl hingað inn frá Ísl. 

Linda (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 10:02

3 Smámynd: The Critic

Svo er hægt að stunda þann glæp að vera bara með bílinn á íslenskum númerum í DK, það er hellingur af íslendingum sem gerir það

The Critic, 5.12.2008 kl. 10:24

4 identicon

"kostar einmitt frekar svipað"

Námsmaður í Íslensku (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 10:24

5 identicon

Námsmaður í ísl.: Fyrirgefðu... en þetta er víst einhver íslensku útgáfa hjá mér af dönskum frasa "Det koster sådan noglelund det samme". Úbbs... er maður búinn að vera of lengi í DK víst maður getur ekki áttað sig á svona? humm...

Já það er alltaf hægt að vera ,,glæpón" hér í DK, þanngað til að löggan stoppar mann. Hef heyrt um nokkur dæmi um fólk sem hefur verið stoppað af henni og fengið m.a. bílanna kyrrsetta á staðnum sem og fengið himinn háa sekt, þegar upp kemst að bíllinn er ekki löglegur í landinu, þ.e.a.s. sem ferðamaður eða á 3 eða er það 6 mánaðar reglunni. 

Linda (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 11:07

6 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

En hvad ef madur fær nidurfellingu íslenskra gjalda ??? Bætir thad málin eitthvad ?

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 6.12.2008 kl. 11:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband