Skovbörnehave

Vikurnar sem Leifur er í skóginum eru þannig að hann fer með rútu til Birkeröd, sem er í 40 mín. akstursfjarlægð frá Kaupmannahöfn. Leikskólinn er með eina hæð í stóru húsi, sem minnir mig dáldið á Klepp. Bæði því húsið er stórt og það var hæli fyrir geðveika hér á árum áður. Húsið hefur nú fengið nýtt hlutverk og þjónar 4-5 leikskólum. Það er í útjaðri bæjarins við skóginn, sem þau nota mikið við að fræða börnin og um leið til leikja. Börnin fara í göngutúra út í skóg þegar veður leyfir en leika sér inni ef veðrið er vont. Þau læra að þekkja gróðurinn, heiti á trjám og plöntum, tálga og fleira. Um daginn kveiktu þau bál og elduðu súpu. Svo fundu þau dauða moldvörpu og jörðuðu hana. Ég held að þetta sé stórfínt. Hins vegar er ég hrifnari af íslensku leikskólunum því mér finnst markvissara starf þar., a.m.k. á Ásum þar sem ég þekki vel til. Meira um það seinna. Þarf að skvera mér niður í bæ en við Eir erum að fara að hitta svissneska stelpu á Kóngsins nýjatorgi. Svo má ekki gleyma að minnast á að við fengum kærkominn gest í gærkvöldi. Takk fyrir komuna Katrín!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband