Dæmalausir Danir

Danir eru ekki eins og Íslendingar. Í dag var ég t.d. á pósthúsinu, var eini við skiptavinurinn og gekk því að afgreiðsluborðinu. Spurði hvort ég gæti ekki fengið afgreiðslu, en ég hélt á pappírsrúllu, korti og skreytiborða (það er hægt að kaupa ýmislegt á pósthúsinu hér). Jú, ég gat fengið afgreiðslu. ,,En þú verður fyrst að taka númer," sagði afgreiðslukonan ákveðin. ,,Taka númer?" spurði ég í forundran því ég var sú eina þarna inni. ,,Já, þú verður að taka númer," sagði hún og benti á númerastandinn sem var í nokkurri fjarlægð. Ég gekk að hillunni, skilaði pappírnum og hinu dótinu og gekk síðan út.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ha ha ha ha Hörður lenti líka í þessu á pósthúsinu hérna á Finsensvej, þeir eru svo ferkantaðir þessi grey. Maður getur auðvitað orðið geðveikur hérna, þetta er eins og sagan af uppáhalds skóbúðarkonunni minni ég vona að hún sé hætt. En ég ætlaði að segja þér að það tekur 9 ár að verða ríkisborgari hérna bara svona ef þú ert enn að spá ;)

En við hlæjum bara af þeim og skálum í ódýra rauðvíninu þeirra:) og förum að drífa í því .......

ps. ég held að póstafgreiðslufólk fái borgað efitr númerum sem þeir safna saman, sá sem er með flesta miða er svo starfsmaður mánaðarinns

Guðný Rut (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 18:18

2 identicon

Hæ, mikið skil ég þig vel að skila þessu bara.  Þú hefðir bara átt að spurja hvort að það væri falin myndavél þarna         Ég fann nú fyrir þjónustulundinni þarna í dýragarðsbúðinni, en maður getur nú allsstaðar lent í svona. Afgreiðslufólk er sjálfsagt misjafnlega vel upplagt eins og við hin.    Kveðja, Steinvör sem saknar ykkar ógurlega.

Steinvör (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 21:56

3 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

Bara dásamlegt náttúrulega ;)

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 24.10.2008 kl. 09:35

4 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

Vá hvad ég thekki thetta. Stundum langar mann bara ad øskra. Flott hjá thér ad ganga bara út. En thví midur held ég ad theim sé nokkud sama. Held stundum ad fólk (sérstaklega pósthúsfólk) fái bónus fyrir ad vera dónalegt og ferkantad.

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 24.10.2008 kl. 21:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband