Sprett úr spori

Lindehuset er dálítið öðruvísi leikskóli en sá besti í heimi, sem er auðvitað Ásar. Á meðan við foreldrarnir vorum á fundi með furðulegum leikskólakennara var Leifur að leika sér með krökkunum á deildinni sinna. Þegar við komum að sækja hann vildi hann ekki koma heim því hann ætti eftir að fara í rútuna, auk þess sem hann hafði ekkert fengið að borða. Honum leist greinilega mjög vel á sig. Við kvöldmatarborðið sagði hann svo hróðugur við systur sína: ,,Hildur, það eru stelpur á leikskólanum mínum." Hann er vanur að vera bara með strákum þannig að honum fannst þetta greinilega það merkilegasta við leikskólann.

Annars fórum við hjónin í langan göngutúr í dag, fórum í ,,Kringluna" í Frederiksberg að kaupa leikskólatösku og nestisbox fyrir Leif. Fengum okkur danska pylsu og hefðum viljað bjór en slepptum honum, enda miður miðvikudagur. Sáum rosalega skrítinn náunga, svona piercing-gaur sem var ekkert nema tattú og svo var hann með risastórt gat í eyranu en það furðulegasta var að hann var kominn með tvö horn á ennið!! Aldrei séð svona lið nema í sjónvarpinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sælinú. Svona leikskólar eru tær snilld. Viktorí Líf er í einum svona, held að það sé sá eini hér á landi.   En væri Jón Áki ekki flottur með svona tattú???????? Bara að spekúlera eða þannig. Bestu kveðjur úr rigningunni og ég sem ætlaði á berjamó um helgina HEPPIN Guðný frænka

Guðný frænka (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 18:00

2 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

Mikið færi það Jóni Áka vel að hafa svona horn ;)

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 28.8.2008 kl. 18:26

3 Smámynd: Bryndís G Friðgeirsdóttir

Frábært að fylgjast með þér í Danaveldi Sigga mín.  Ömmustelpan mín, hún Bryndís Hekla er á Eyrarskjóli á Ísafirði og þar eru stelpurnar meira og minna alveg sér. Ég held að þær fái þó að sjá stráka á leikskólalóðinni.

Bryndís G Friðgeirsdóttir, 30.8.2008 kl. 22:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband