Haukur kanilsnúður

Haukur komst í kanil í dag. Óblandaðan, beint úr dósinni. Fékk sér eins og eina skeið. Ég hélt ég yrði að hringja í 112 en þetta fór betur en á horfðist. Aumingja litli drengurinn kúgaðist og tók andköf og orgaði svo í þokkabót þegar ég reyndi að skola á honum munninn. Systkini hans horfðu stóreygð á þetta og sögðu ... er hann veikur? Hann náði þó að jafna sig en ég verð að viðurkenna að hjartað í mér tók nokkra aukakippi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólveig Klara Káradóttir

Já það getur gengið á ýmsu með þessi börn.

Gangi ykkur allt í haginn.  Takk fyrir skilaboðin Sigga.

Verum í sambandi, Sólveig Klara

Sólveig Klara Káradóttir, 22.8.2008 kl. 10:01

2 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

Þú hefðir bara átt að gúffa í hann sykri,- síðan grjónagraut og rúsínum ;) og hrista hann svo bara............

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 22.8.2008 kl. 16:45

3 identicon

Það er ógeðslegt að borða tóman kanil. Hef prófað það !

Sigrún Fjóla Hilmarsdóttir (IP-tala skráð) 23.8.2008 kl. 14:08

4 Smámynd: Sigríður Inga Sigurðardóttir

Mér varð ekki um sel þar sem hann var með munninn fullan af kanil, náði vart andanum og fór svo á kúgast! Eftir á er þetta samt frekar skondið en ég get ímyndað mér að það sé algjör hryllingur að borða tóman kanil. Oj.

Sigríður Inga Sigurðardóttir, 23.8.2008 kl. 19:45

5 identicon

Hvaðahvaða. Kanell er eitthvað það besta sem hægt er að fá við háu kólesteroli. Haukur er greinilega búinn að kynna sér ættarsöguna og ætlar EKKI að láta kolesterolið verða of hátt hjá sér. GÓÐUR. En, í alvöru ca. hálf teskeið af kanel á dag. Byrja daginn með hafragraut kaneldufti og berjasaft. Sólberjasaft er alltílag ef mar á ekki  EKTA saft.  En kannske á ekki að taka ársskammtinn allan í einu!!!!!!! En litli gaurinn kippir í kynið"gera hlutina almennilega"eða bara allsekkert. Bestu kveðjur Guðný frænka

Guðný frænka (IP-tala skráð) 24.8.2008 kl. 19:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband